Eldsupptök liggja ekki fyrir

Eldsupptök liggja ekki fyrir vegna brunans við Hafnarfjarðarhöfn.
Eldsupptök liggja ekki fyrir vegna brunans við Hafnarfjarðarhöfn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rannsókn á brunanum við Hafnarfjarðarhöfn stendur yfir og eldsupptök liggja ekki fyrir, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.

Allar fjórar stöðvar slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu voru sendar á vettvang á mánudagskvöld þegar eldur kom upp í Drafnarslipp við Hafnarfjarðarhöfn. Eldurinn breiddist út og svo fór að þrjár samfastar byggingar brunnu. Starfsemi vélsmiðju var í einu húsanna. Húsin voru öll mannlaus þegar eldurinn kom upp.

Lýst eftir ungmennum

Lögregla óskaði eftir að ná tali af fjór­um ung­menn­um í tengsl­um við rann­sóknina í gær. Ekki hafa fengist upplýsingar frá lögreglu hvort tekist hefur að hafa upp á ungmennunum.

Í til­kynn­ingu frá lög­reglu seg­ir að ung­menn­in hafi verið á ferli við slipp­inn um kl. 17 í gær og að þau séu beðin að hafa sam­band við lög­reglu í síma 444-1000.

„Eitt þeirra er talið vera með sítt, rautt hár og annað var á hjóli, en frek­ari vitn­eskja um þau ligg­ur ekki fyr­ir,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert