Hrafninn vill eignast Örninn

Hrafn Gunnlaugsson kvikmyndaleikstjóri.
Hrafn Gunnlaugsson kvikmyndaleikstjóri. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

„Í umhverfinu og leikmyndinni hér á Laugarnesi væri Örninn eins og kirsuber ofan á brúðkaupstertu,“ segir Hrafn Gunnlaugsson kvikmyndaleikstjóri.

Hann er einn þeirra sem hafa falast eftir víkingaskipinu Erni, sem Borgarminjasafn Reykjavíkur hyggst gefa frá sér.

Til stóð að farga skipinu en þegar fregnir af því birtust í Morgunblaðinu nú í vetur urðu ýmsir til að setja sig í samband við safnið og sækjast eftir gripnum. Því var ákveðið að doka við og nýlega var ákveðið að ráðstafa skipinu til einhverra þeirra sem sýnt hafa því áhuga.

Feyskinn Örn er nú á geymslusvæði við Sundahöfn.
Feyskinn Örn er nú á geymslusvæði við Sundahöfn. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Ákvörðun þar um verður væntanlega tekin nú í maí, segir Guðbrandur Benediktsson safnstjóri Borgarsögusafns.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu 1. maí. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert