Leyndur fjársjóður við Íslandsstrendur

Marie-Thérèse Mrusczok.
Marie-Thérèse Mrusczok. Ljósmynd/Orcaguardian.org

Líf Marie-Thérèse Mrusczok snýst um háhyrninga og flesta daga er hún annaðhvort að fara með túrista í hvalaskoðunarferðir í Breiðafirðinum eða að vinna úr gögnum um dýrin sem hún hefur safnað í ferðum sínum fyrir Orca Guardians Iceland.

Nú hefur Orca Guardians birt á vef sínum skýrslu yfir fjölskyldutengsl háhyrninga í kvenlegg, nokkurs konar ættartré. Verkefnið er í samvinnu við Náttúrustofu Vesturlands og byggist á gögnum frá árinu 2014-2023 og 737 tilvikum þar sem háhyrningar sáust við Íslandsstrendur.

Miðað við mörg önnur svæði heimsins hafa háhyrningar ekki verið …
Miðað við mörg önnur svæði heimsins hafa háhyrningar ekki verið rannsakaðir í langan tíma á Íslandi. Ljósmynd/Orcaguardians.org

Marie-Thérèse er af þýskum ættum og líffræðingur að mennt og hefur sérhæft sig í verndun dýrastofna.

„Ég kom til Íslands árið 2012 því ég var gjörsamlega heilluð af háhyrningum og ég hafði verið að vinna við rannsóknir á þeim við vesturströnd Kanada og Bandaríkjanna, þar sem rannsóknir á háhyrningum og grindhvölum hafa verið stundaðar í mjög langan tíma, ólíkt því sem er hér.“

Árið 2014 kom hún aftur til landsins og fór að vinna sem hvalaleiðsögumaður hjá Láka Tours þar sem hún vinnur enn.

Nán­ar má lesa um málið í Morg­un­blaðinu 1. maí. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert