Líf Marie-Thérèse Mrusczok snýst um háhyrninga og flesta daga er hún annaðhvort að fara með túrista í hvalaskoðunarferðir í Breiðafirðinum eða að vinna úr gögnum um dýrin sem hún hefur safnað í ferðum sínum fyrir Orca Guardians Iceland.
Nú hefur Orca Guardians birt á vef sínum skýrslu yfir fjölskyldutengsl háhyrninga í kvenlegg, nokkurs konar ættartré. Verkefnið er í samvinnu við Náttúrustofu Vesturlands og byggist á gögnum frá árinu 2014-2023 og 737 tilvikum þar sem háhyrningar sáust við Íslandsstrendur.
Marie-Thérèse er af þýskum ættum og líffræðingur að mennt og hefur sérhæft sig í verndun dýrastofna.
„Ég kom til Íslands árið 2012 því ég var gjörsamlega heilluð af háhyrningum og ég hafði verið að vinna við rannsóknir á þeim við vesturströnd Kanada og Bandaríkjanna, þar sem rannsóknir á háhyrningum og grindhvölum hafa verið stundaðar í mjög langan tíma, ólíkt því sem er hér.“
Árið 2014 kom hún aftur til landsins og fór að vinna sem hvalaleiðsögumaður hjá Láka Tours þar sem hún vinnur enn.
Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu 1. maí.