Mun kosta flugfélögin milljarða

Staðsetning Reykjavíkurflugvallar er þrætuepli.
Staðsetning Reykjavíkurflugvallar er þrætuepli. mbl.is/Árni Sæberg

Kjart­an Magnús­son borg­ar­full­trúi sagði á borg­ar­stjórn­ar­fundi í gær að skert nota­gildi Reykja­vík­ur­flug­vall­ar gæti haft al­var­leg­ar af­leiðing­ar í för með sér.

Skert nota­gildi geti hæg­lega leitt til marg­vís­legra erfiðleika og minni þjón­ustu í farþega­flugi og sjúkra­flugi. Reykja­vík­ur­flug­völl­ur gegni nú mjög mik­il­vægu hlut­verki gagn­vart lands­byggðinni varðandi farþega­flug og sjúkra­flug. Með slíkri ákvörðun sé vís­vit­andi dregið úr því hlut­verki, sem gæti haft al­var­leg­ar af­leiðing­ar í för með sér, sagði Kjart­an meðal ann­ars á fund­in­um í gær.

Til­kynnt var í síðustu viku að innviðaráðuneytið og Reykja­vík­ur­borg hefðu kom­ist að sam­komu­lagi um að hefja jarðvegs­fram­kvæmd­ir og þar með und­ir­bún­ing upp­bygg­ing­ar í Nýja Skerjaf­irði. Hef­ur málið verið til um­fjöll­un­ar síðustu daga.

Óum­deilt sé að fyr­ir­huguð byggð í Nýja Skerjaf­irði muni að óbreyttu þrengja að Reykja­vík­ur­flug­velli að sögn Kjart­ans og skerða nota­gildi hans veru­lega vegna þeirra áhrifa sem byggðin mun hafa á vindafar á flug­vell­in­um og í næsta ná­grenni hans.

Hef­ur áhrif á milli­landa­flug

Kjart­an nefndi fleiri fleti á mál­inu, til dæm­is í tengsl­um við hlut­verk Reykja­vík­ur­flug­vall­ar sem vara­flug­vall­ar í milli­landa­flugi. Bend­ir hann á að Reykja­vík­ur­flug­völl­ur taki sem vara­flug­völl­ur við flest­um flug­vél­um utan Kefla­vík­ur­flug­vall­ar þegar á þarf að halda en vell­irn­ir á Ak­ur­eyri og Eg­ils­stöðum séu af ýms­um ástæðum mjög tak­markaðir að þessu leyti.

Skert nota­gildi Reykja­vík­ur­flug­vall­ar muni kosta flug­fé­lög, sem sinna flugi til Íslands, millj­arða ár­lega vegna kostnaðar við aukna eldsneyt­is­hleðslu í öllu milli­landa­flugi, til að flug­vél­ar nái til Glasgow ef þær geta ekki lent á Kefla­vík­ur­flug­velli. Slíkt muni að sjálf­sögðu hækka verð á flug­miðum til Íslands og frá að mati borg­ar­full­trú­ans.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert