Rán og líkamsárás við verslun í austurborginni

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um rán við verslun í austurborginni þar sem gerendur ógnuðu fólki með hnífum. 

Í dagbók lögreglu kemur fram að gerendur hafi verið nokkrir og að góð lýsing hafi fengist á þeim. 

Þá barst tilkynning um líkamsárás við sömu verslun og voru þar hópur af mönnum að ráðast að einum. 

Einn var handtekinn og passaði hann við lýsingu á einum geranda í ráninu. Þá fannst einnig þýfi á honum. 

Málið er nú í rannsókn og einnig á borði barnaverndar sökum aldurs þolenda og gerenda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert