Þörf á frekari rannsókn

Öryggisnefnd FÍA harmar ákvarðanir innviðaráðherra um málefni Reykjavíkurflugvallar.
Öryggisnefnd FÍA harmar ákvarðanir innviðaráðherra um málefni Reykjavíkurflugvallar. mbl.is/Árni Sæberg

Örygg­is­nefnd Fé­lags ís­lenskra at­vinnuflug­manna (ÖFÍA) hef­ur áhyggj­ur af ákvörðun innviðaráðherra sem þau segja ganga gegn sam­komu­lagi um Reykja­vík­ur­flug­völl frá nóv­em­ber árið 2019.

Nefnd­in legg­ur til að öll­um fram­kvæmd­um verði frestað þar til full­nægj­andi rann­sókn­ir á frek­ari gögn­um verði unn­ar. Þetta kem­ur fram í álykt­un ör­ygg­is­nefnd­ar­inn­ar.

Sam­komu­lagið sem um ræðir á að tryggja að full þjón­usta verði á Reykja­vík­ur­flug­velli á meðan á und­ir­bún­ingi og gerð nýs flug­vall­ar stend­ur. Í skýrslu starfs­hóps innviðaráðherra, sem skipaður var vegna hugs­an­legr­ar byggðar í Nýja Skerjaf­irði, seg­ir að all­ar fram­kvæmd­ir muni hafa áhrif á rekstr­arör­yggi flug­vall­ar­ins.

Skoða þurfi vind­mæl­ing­ar

ÖFÍA bend­ir á að ISA­VIA hafi gögn yfir vind­mæl­ing­ar á Reykja­vík­ur­flug­velli sem ná rúm tíu ár aft­ur í tím­ann. Nefnd­in seg­ir að þau gögn geti sýnt hvort, og þá hvaða, áhrif í ná­lægð vall­ar­ins hef­ur haft á vindafar á þessu tíma­bili og tel­ur mik­il­vægt að þau gögn verði skoðuð áður en lengra er haldið.

Örygg­is­nefnd­in vill einnig að áhrif viðbót­ar­byggðar á braut­ar­skil­yrði, svo sem bleytu og ís­ing­ar­mynd­un, verði rann­sökuð. Í álykt­un­inni seg­ir einnig að í skýrslu stýri­hóps­ins séu tal­in upp enn fleiri atriði sem enn hafa ekki verið rann­sökuð.

Í álykt­un­inni seg­ir að um­talaðar mót­vægisaðgerðir hafi ekki verið skil­greind­ar til hlít­ar eða út­færðar og óvíst sé að þær beri til­ætlaðan ár­ang­ur en að þó sé víst að rekstarör­yggi Reykja­vík­ur­flug­vall­ar muni skerðast.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert