Til eyðimerkur frá jökli á 10 dögum

Ingólfur Stefánsson, eða Ingó eins og hann er jafnan kallaður, …
Ingólfur Stefánsson, eða Ingó eins og hann er jafnan kallaður, heldur í dag af stað í 10 daga ferðalag frá Íslandi til Marokkós á Landrover Defender jeppa. Ljósmynd/Magnús Magnússon

Ingólfur Stefánsson, eða Ingó eins og hann er jafnan kallaður, heldur í dag af stað í 10 daga ferðalag frá Íslandi til Marokkós á Landrover Defender jeppa.

Markmiðið er að koma meira en 1.000 ára gömlum ís úr Heinabergsjökli í Vatnajökli til Marokkós á 10 dögum í sem bestu ástandi. Ingó hyggst taka með sér þrjá ísklumpa, alla um 10 kg að þyngd og eins tæra, eða með eins lítið af loftbólum, og hann mögulega finnur. Ísinn sækir hann í upphafi ferðar en hann heldur utan með Norrænu seinna í dag.

Ljósmynd/Magnús Magnússon

Til þess að koma í veg fyrir bráðnun íssins á leiðinni verður klumpunum komið fyrir í boxum, tveimur vafið í ull til einangrunar en sá þriðji verður ekki einangraður. Annar klumpanna sem vafðir verða í ull verður geymdur á toppi bílsins en hinir tveir inni í bílnum. Það verður því gaman að sjá hvaða klumpi reiðir best af í lok ferðarinnar.

Úr ullinni hafa síðan verið prjónaðar ullarpeysur og -vettlingar sem Ingó kemur til með að gefa á leiðarenda, en hann hyggst fara með ísinn til Mhamid í Marokkó.

Ferðin er farin til styrktar Ljósinu, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir þá sem hafa fengið krabbamein og aðstandendur þeirra. Mun Land Rover á Íslandi hefja söfnunina með veglegu framlagi til samtakanna. Hægt er að leggja söfnuninni lið með áheitum til styrktar Ljósinu með greiðslu á reikninging Ljóssins: 0130-26-410520, kt. 590406-074. 

Áhugasamir geta fylgst með ferðalagi Ingó á instagram síðu hans ingoexplorer.



Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert