Víðáttumikil lægð suður af landinu

Hiti verður á bilinu 5 til 10 stig.
Hiti verður á bilinu 5 til 10 stig. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Djúpt suður af landinu er víðáttumikil lægð sem hreyfist lítið, en fyrir norðan land er hæð sem þokast í suðaustur. Við sitjum því í austlægri átt, fremur hægur vindur víðast hvar, en strekkingur syðst á landinu.“

Svo segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. 

Yfirleitt verður þurrt veður í dag og sólarkaflar nokkuð víða, en skýjað með suðurströndinni.

Á morgun berst hins vegar rakara loft yfir og því má búast við dálítilli rigningu öðru hvoru, en bjartviðri norðanlands þangað til annað kvöld.

Hiti verður á bilinu 5 til 10 stig.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert