„Völlurinn er ekki að fara“

Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.
Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Arnþór

Lín­eik Anna Sæv­ars­dótt­ir, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, sagði Reykja­vík­ur­flug­völl þurfa að vera áfram í Vatns­mýr­inni. Hann sé miðstöð inn­an­lands­flugs, skapi fyr­ir það ör­yggi, mæti þörf­um sjúkra­flugs og sé brú milli lands­byggðar og höfuðborg­ar.

Einnig sé hann mik­il­væg­ur vara­flug­völl­ur í milli­landa­flugi.

Und­ir dag­skrárliðnum Störf þings­ins á Alþingi sagði hún fyr­ir­liggj­andi sam­komu­lag rík­is og borg­ar frá 2019 vera grund­vallarplagg í þess­um efn­um þar sem fram kem­ur að rekstr­arör­yggi á Reykja­vík­ur­flug­velli hald­ist óbreytt að lág­marki næstu 20 til 30 árin, eða þangað til ann­ar jafn­góður eða betri kost­ur finnst.

Breytt áform í deili­skipu­lagi

Lín­eik Anna nefndi jafn­framt skýrslu sem kom út í síðustu viku um áhrif byggðar og fram­kvæmda á flug- og rekstr­aröryggi Reykjavíkurflug­vall­ar þar sem kem­ur fram að hægt er að byggja í Vatns­mýr­inni án þess að það hefði óá­sætt­an­leg áhrif á flug­völl­inn.

„Reykja­vík­ur­borg í sam­vinnu við Isa­via yf­ir­fara nú deili­skipu­lag í sam­ræmi við ábend­ing­ar úr skýrsl­unni og þannig þarf að nota það sem þar kem­ur fram til að breyta áform­um á deili­skipu­lagi. Það er leiðin sem borg­in get­ur notað til að standa við samn­ing­inn frá 2019, byggt nýj­an Skerja­fjörð, án þess að skerða rekstr­arör­yggi flug­vall­ar­ins,” sagði hún og bætti við að vinna þurfi úr þeim veður­mæl­ing­um sem til eru um flug­velli lands­ins, bæta við vind­mæl­ing­um, meta áhrif trjá­gróðurs og byggja nýja flug­stöð í Vatns­mýr­inni.

„Völl­ur­inn er ekki að fara og flug í Vatns­mýr­ina skerðist ekki næstu 20 til 30 árin,” sagði hún.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert