Banna drónaflug vegna komu fastaflota NATO

Óheimilt verður að fljúga dróna (fjarstýrðu loftfari) innan 400 metra …
Óheimilt verður að fljúga dróna (fjarstýrðu loftfari) innan 400 metra radíusar frá skipunum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ríkislögreglustjóri hefur gefið út tilkynningu vegna banns við flugi dróna / fjarstýrðra loftfara á tilteknu svæði vegna komu fastaflota Atlantshafsbandalagsins. 

Skipin verða við landið dagana 5. til 10. maí og gildir bannið yfir þá daga. 

„Óheimilt verður að fljúga dróna (fjarstýrðu loftfari) innan 400 metra radíusar frá skipunum, bæði meðan þau eru innan íslenskrar landhelgi og meðan þau liggja við Miðbakka og Faxagarð annars vegar og Skarfabakka og Korngarða/Sundabakka hins vegar,“ segir í tilkynningu á vef lögreglunnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert