Varðskip danska heraflans ásamt þyrlu verður í Faxaflóa, Landhelgisgæslunni til aðstoðar, á meðan á leiðtogafundi Evrópuráðsins stendur. Þetta staðfestir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar.
Aukið eftirlit verður á sjó úti fyrir Reykjavík, varðskipið Þór verður við öryggisgæslu ásamt Landhelgisgæslunni sem kemur til með að fylgjast grannt með skipaumferð umhverfis landið með fjareftirliti, gervitunglamyndum og þyrlum.
Siglingaumferð verður þó ekki takmörkuð um hafnarsvæði Reykjavíkur líkt og var þegar leiðtogafundur var haldinn í Höfða 1986.