Greiða atkvæði um úrsögn

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins (SGS), og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður …
Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins (SGS), og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.

Atkvæðagreiðsla um úrsögn Eflingar úr Starfsgreinasambandi Íslands (SGS) hefst í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu. 

Um er að ræða allsherjaratkvæðagreiðslu meðal félagsfólk. Í tilkynningu segir að með því að segja sig úr sambandinu öðlist Efling beina aðild að Alþýðusambandi Íslands (ASÍ) án milligöngu landssambands. 

Þar segir einnig að Efling greiði meira en 50 milljónir króna á ári til SGS en sæki litla sem enga þjónustu þaðan. 

Atkvæðagreiðslan er boðuð með samþykki stjórnar, trúnaðarráðs og félagsfundar sem haldinn var 24. apríl síðastliðinn.

Atkvæðagreiðsla hefst fimmtudaginn 4. maí 2023 klukkan 15:00 og lýkur klukkan 15:00 fimmtudaginn 11. maí 2023.

Rafræn atkvæðagreiðsla fer fram á vef Eflingar en einnig er hægt að greiða atkvæði á pappír á skrifstofu félagsins í Guðrúnartúni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert