Kröftug jarðskjálftahrina hófst í Mýrdalsjökli klukkan 9.41 í morgun. Óyfirfarnar niðurstöður sýna að þrír skjálftar hafa orðið yfir 4 að stærð. Mældust þeir 4,5, 4,3 og 4,2 að stærð.
Um sjö skjálftar hafa orðið á bilinu 3 til 4 að stærð, að því er segir í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.
Enginn gosórói hefur mælst.
Skjálftarnir eru staðsettir í miðri öskjunni. Fluglitakóði fyrir Kötlu hefur verið settur á gult.