Lengdu aðlögunartímann um tvö ár

Gefinn verður átta ára aðlögunartími til að skipta út örplasti …
Gefinn verður átta ára aðlögunartími til að skipta út örplasti í innfylliefnum á gervigrasvöllum fyrir umhverfisvænni efni í löndum Evrópu, þ.á.m. hér á landi. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Gefinn verður átta ára aðlögunartími til að skipta út örplasti í innfylliefnum á gervigrasvöllum fyrir umhverfisvænni efni í löndum Evrópu, þ.á.m. hér á landi.

Þetta varð niðurstaða REACH nefndar Evrópusambandsins sem tók nýverið til atkvæðagreiðslu tillögu um bann við notkun innfylliefna með örplasti á gervigrasvöllum. Tillagan gerði ráð fyrir sex ára aðlögunartíma en Knattspyrnusamband Evrópu (UEFA) og aðildarlöndin töldu það allt of stuttan tíma. Nær væri að miða við tíu til tólf ár. Ekki liggi fyrir hvaða önnur lausn kemur í stað núverandi innfylliefna. Varð niðurstaða nefndarinnar að lengja aðlögunarfrestinn í átta ár.

„Vissulega hefðum við viljað fá lengri tíma en þetta er nokkuð sem við verðum að una. Þetta er stórt hagsmunamál fyrir knattspyrnuhreyfinguna, ekki bara á Íslandi eins og gefur að skilja. Það eru mörg önnur knattspyrnusambönd í sömu stöðu og við erum í virku samtali við þau,“ segir Fannar Helgi Rúnarsson leyfisstjóri hjá KSÍ.

Of snemmt sé að segja til um hvaða þýðingu þetta mun hafa. „Við trúum því að það takist að finna lausnir á þessum tíma,“ segir hann. Niðurstaða nefndarinnar verður borin undir ráð ESB í sumar til endanlegrar afgreiðslu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert