Örtröð vegna páskaeggjaútsölu teygði sig í Ártúnsbrekkuna

Mikil eftirspurn var eftir páskaeggjunum, enda gott verð í boði.
Mikil eftirspurn var eftir páskaeggjunum, enda gott verð í boði. mbl.is/Viðar

Mikil örtröð myndaðist við höfuðstöðvar sælgætisgerðarinnar Nóa Síríus nú á fjórða tímanum í dag, en boðuð páskaeggjaútsala fyrirtækisins hófst klukkan 16. Hafði fyrirtækið boðað að hægt væri að versla páskaegg sem ekki seldust þessa páskana á niðursettu verði, eða fyrir 2.000 krónur það magn sem kæmist fyrir í einum poka.

Blaðamaður mbl.is sem var á staðnum segir nokkur hundruð áhugasamra súkkulaðiaðdáenda hafa verið mætta til að næla sér í egg, en örtröðin varð til þess að umferðateppa teygði sig frá Hálsunum og niður í Ártúnsbrekkuna.

Röðin teygði sig langt út á bílastæði hjá Nóa Síríus.
Röðin teygði sig langt út á bílastæði hjá Nóa Síríus. mbl.is/Viðar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert