Sektarbókin á loft en enginn sektaður

Notkun nagladekkja er óheimil eftir 15. apríl, en þó hefur …
Notkun nagladekkja er óheimil eftir 15. apríl, en þó hefur verið veittum umþóttunartími á sektum vegna veðuraðstæðna. mbl.is/Kristinn Magnússon

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sagði í vikunni viðbúið að sektarbók lögreglumanna færi á loft til að sekta ökumenn sem enn væru á nagladekkjum. Enn hefur lögreglan þó ekki sektað neinn vegna nagladekkja í umdæminu það sem af er maímánuði. Þetta kemur fram í svari lögreglunnar við fyrirspurn mbl.is.

Sam­kvæmt lög­um er notk­un nagla­dekkja óheim­il eft­ir 15. apríl, en lög­regl­an hef­ur al­mennt séð veitt nokk­urn umþótt­un­ar­tíma á sekt­un­um vegna veðuraðstæðna. Það vakti at­hygli í síðasta mánuði þegar lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu lýsti því yfir að hún myndi ekki byrja að sekta fyr­ir nagla­dekkja­notk­un fyrr en í maí, þar sem sum­um þótti ekki við hæfi að lög­regl­an tæki af öll tví­mæli þar um. 

Á þriðjudaginn sendi lögreglan svo frá sér tilkynningu um að nú væri tími nagladekkja vissulega liðinn og bara hiti í kortunum. Enn væru einhverjir að aka um á naglaekkjum og þyrftu þeir að drífa sig að skipta um dekk því búast mætti við sektum, 20 þúsund krónum á hvert dekk og því allt að 80 þúsund á hvern bíl á nagladekkjum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert