Sendu skilaboð um líklegt eldgos

Jarðhræringar hafa verið við Kötlu.
Jarðhræringar hafa verið við Kötlu. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Almannavörnum varð það á að senda sms á viðbragðsaðila nærri Vík í Mýrdal um að eldgos væri líklegt í Mýrdalsjökli. Skilaboðin voru hins vegar ekki rétt og á eftir fylgdu réttu skilaboðin um jarðskjálftahrina væri í Mýrdalsjökli og Kötlu. 

Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri Almannavarna, segir að skilaboðin hafi verið leiðrétt strax. „Textinn var rangur en leiðréttingin var send strax út. Hjartað hefur eflaust slegið hraðar hjá mörgum,“ segir Hjördís. 

Alls voru um sjö mínútur á milli skilaboða til viðbragðsaðila. 

Í sjö mínútur héldu viðbragðsaðilar að líkur væri á eldgosi.
Í sjö mínútur héldu viðbragðsaðilar að líkur væri á eldgosi.
Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.
Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. Ljósmynd/Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert