Lausnin er ekki þunglyndislyf

Dr. James Davies telur geðlyfjanotkun allt of mikla.
Dr. James Davies telur geðlyfjanotkun allt of mikla. mbl.is/Ásdís

Dr. James Davies kom til Íslands á dögunum til að halda erindi á Geðhjálparráðstefnu þar sem umfjöllunarefnið var hvort þörf væri á samfélagsbreytingum og breyttri nálgun í geðheilbrigðismálum.

Davies er höfundur bókanna Cracked: Why psychiatry is doing more harm than good og Sedated: How modern capitalism created our mental crisis, en hann er þeirrar skoðunar að allt of mikil áhersla sé lögð á lyfjanotkun en síður sé leitað að rót vandans.

Við þurfum nýja sýn

Davies segir að vissulega eigi geðlyf fullan rétt á sér til að hjálpa þeim allra veikustu. 

„Lyf spila hlutverk í geðheilbrigðisfræðum, í alvarlegustu tilvikunum. En það er ekki það sem við sjáum. Við sjáum gríðarlega mikið ávísað af þessum lyfjum til fólks sem ekki þjást alvarlega og það fólk er oft á lyfjunum í allt of langan tíma. Þetta er svakalegt samfélagslegt vandamál,“ segir Davies og segir fólk gegnsýrt af þeirri sýn lyfjafyrirtækjanna að við þurfum lyf til að leysa okkar vandamál. 

„Við þurfum nýja sýn, því eins mikið og þinn sársauki getur verið erfiður, þá er það ekki endilega vegna þess að þú ert veik manneskja. Kannski er sársaukinn þinn leið til að segja þér að það er eitthvað að þínum lífsstíl. Það getur verið ofbeldissamband sem þú ert í, of mikil vera á samfélagsmiðlum, vinnan þín eða félagsleg mismunun. Við þurfum að kenna fólki að gera breytingar á lífi sínu. Lausnin er ekki þunglyndislyf heldur frekar að setjast niður með fagmanni og komast að rót vandans.“

Ítarlega er rætt Davies í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert