Segir Samstöðina munu rísa aftur upp

Brotist var inn í starfstöð miðilsins Samstöðvarinnar um helgina og …
Brotist var inn í starfstöð miðilsins Samstöðvarinnar um helgina og mikið af upptökubúnaði miðilsins rænt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sam­stöðin stend­ur nú á kross­göt­um í rekstri sín­um eft­ir að nán­ast öll­um tækni­búnaði miðils­ins var rænt. Gunn­ar Smári Eg­ils­son rit­stjóri seg­ist ekki vita ná­kvæm­lega hver næstu skref verða en eitt sé þó víst: „Við mun­um rísa upp aft­ur öfl­ugri en áður.“

Brot­ist var inn í starfstöð Sam­stöðvar­inn­ar í Bol­holti aðfaranótt laug­ar­dags. Nán­ast öll­um búnaði var rænt og skemmd­ar­verk voru unn­in á ýms­um nauðsyn­leg­um búnaði.

Starfs­fólk Sam­stöðvar­inn­ar ætlaði á laug­ar­dags­morg­un að senda út fund um hús­næðismál en þegar það mætti til starfa sá það að megni af búnaðinum vantaði. Fund­in­um var því frestað.

Lít­ill ávinn­ing­ur

Gunn­ar Smári seg­ir að þessi miss­ir falli þungt á miðil­inn, þar sem hann muni nú þurfa að gera hlé á öll­um út­send­ing­um sín­um. Hann seg­ir hins veg­ar að ástandið muni ekki hafa nein áhrif á frétta­vef Sam­stöðvar­inn­ar. Fjöl­miðill­inn hafi þó lagt meiri áherslu á út­send­ing­ar held­ur en frétta­skrif.

„Þetta er lítið högg en þar sem við erum líka svo lít­il þá er þetta hlut­falls­lega stórt,“ seg­ir Gunn­ar Smári í sam­tali við mbl.is. Hann seg­ir Sam­stöðina tapa mun meiri verðmæt­um held­ur en þjóf­arn­ir geti mögu­lega grætt á búnaðinum.

Hann seg­ir mikið af þeim búnaði sem stolið var hafa verið í per­sónu­legri eigu starfs­manna og sjálf­boðaliða sem stóðu að út­send­ing­um og upp­tök­um fyr­ir miðil­inn.

„Ég held að þeir hafi til­tölu­lega lít­inn ávinn­ing af þessu miðað við skaðann sem við verðum fyr­ir.“

Koma sterk­ari til baka

„Við erum sleg­in niður á þenn­an núllpunkt en við ætl­um þá kannski bara að „njóta þess“ á meðan við get­um,“ seg­ir Gunn­ar Smári.

Sam­stöðin sé nú að gæla við það að skoða upp­bygg­ingu miðils­ins aðeins öðru­vísi. Hann lít­ur svo á að miðill­inn geti kannski komið sterk­ari út úr ástand­inu.

„Við reikn­um með því að byrja aft­ur og erum að leita að leiðum til þess að byrja öfl­ugri, en við erum bara á þeim stað að það er svo­lítið bjána­legt að segja til um hvenær það verður, en við mun­um rísa upp aft­ur öfl­ugri en áður,“ seg­ir hann að lok­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert