Matvælaráðuneytið hefur veitt Matvælastofnun (Mast) aukafjárveitingu til viðhalds á Hvammsfjarðarlínu og Tvídægrulínu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Mast.
Mast sóttist eftir auknu fé til viðhalds á varnarlínunum vegna nýlegra riðutilfella í Miðfjarðarhólfi. Þær varnarlínur sem um ræðir skilja Miðfjarðarhólf að frá öðrum hólfum, Tvídægrulína að vestan og Hvammsfjarðarlína að norðan.
Að því er kemur fram í tilkynningunni var féð auðsótt og fengust 4,5 milljónir króna til viðhalds á þessum tveimur girðingum.