Bíða niðurstaðna úr lífsýnarannsóknum

Sveinn Kristján Rúnarsson.
Sveinn Kristján Rúnarsson. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Lögreglan á Suðurlandi bíður eftir gögnum erlendis frá, meðal annars niðurstöðum úr lífsýnarannsóknum, í tengslum við andlát ungrar konu á Selfossi í lok apríl.

Að sögn Sveins Kristjáns Rúnarssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Suðurlandi, er lögreglan á fullu í skýrslutökum og gagnaöflun vegna málsins.

„Við erum að vinna í rannsókninni og bíða eftir gögnum,” segir hann.

Selfoss.
Selfoss. mbl.is/Sigurður Bogi

Í tilkynningu frá lögreglunni fyrir helgi kom fram að rannsóknin beindist að hugsanlegu manndrápi til samræmis við bráðabirgðaniðurstöðu krufningar.

Spurður hvort lögreglan hafi lagt hald á vopn í tengslum við málið eða hvort hún hafi myndefni undir höndum, kveðst Sveinn Kristján ekkert geta sagt til um það.

Héraðsdómur Suðurlands framlengdi fyrir helgi gæsluvarðhald yfir manninum sem er grunaður um að bera ábyrgð á andláti konunnar til 19. maí.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert