Blanda saman stílum í þéttingu byggðar

Paolo Gianfrancesco, til vinstri, og Freyr Frostason. Mikilli fækkun einkabíla …
Paolo Gianfrancesco, til vinstri, og Freyr Frostason. Mikilli fækkun einkabíla á næstu árum er spáð, segir Freyr í viðtalinu, og áherslur í skipulagsmálum og húsagerð munu mótast af því. mbl.is/Sigurður Bogi

„Fjölbreytni við hönnun bygginga mætti gjarnan vera meiri því nú virðist sem einsleitni sé ráðandi. Jafnan koma þeir tímar að vissir stílar og stefnur séu ráðandi í húsagerð, en áhrif sveitarfélaga eru í þessu sambandi eru líka mikil,“ segir Freyr Frostason hjá THG-arkitektum í Reykjavík.

Með störfum sínum setja arkitektar sterkan svip á umhverfið og til þess skal vanda sem lengi á að standa. Sjónarmið um hvernig hús skuli vera og skipulagi bæja háttað eru ólík og þar koma fagurfræði, notagildi og hagræn rök inn í breytuna. Umhverfisþættir ráða einnig miklu.

Byggð eru rishús með mænisþökum og kvistum við Austurbrú með …
Byggð eru rishús með mænisþökum og kvistum við Austurbrú með útsýni yfir Pollinn á Akureyri. mbl.is/Sigurður Bogi

Reglur þyrftu að vera einfaldari

„Meðal arkitekta er ríkur vilji til hanna í ríkari mæli en nú er gert, einfalt íbúðarhúsnæði sem er ódýrt í framleiðslu og hægt að selja á hagstæðu verði. Þessu eru þó talsverðar skorður settar, því til dæmis hér í Reykjavík er nánast ófrávíkjanleg krafa að í hverju fjölbýlishúsi skuli vera blanda íbúða af mismunandi stærðum,“ segir Freyr.

„Einnig þyrftu reglur að vera einfaldari. Langan tíma tekur að koma erindum í gegnum ferli bygginga- og skipulagsfulltrúa og erfitt er að fá til dæmis að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir. Slíkt gæti þó oft verið góður kostur og hagkvæmur. Raunar hefur að undanförnu hægst mjög á byggingu íbúðarhúsnæðis. Fyrir örfáum misserum var hönnun íbúða um ¾ af öllum okkar verkefnum og atvinnubyggingar fjórðungur. Nú hafa hlutföllin snúist við.“

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka