Eggert Skúlason
Hér útskýrir Hannes Hólmsteinn Gissurarson á sinn hátt muninn á hægri- og vinstrimönnum. Um leið kemur hann með skýringu á því af hverju hann fer svo undir skinnið hjá þeim síðarnefndu.
Hannes er þessa dagana að halda upp á stóran áfanga í lífi sínu. Fagnaði sjötíu ára afmæli í febrúar og er að segja skilið við Háskóla Íslands sem vinnustað. Í tilefni þessa stendur Háskóli Íslands fyrir alþjóðlegri ráðstefnu Hannesi til heiðurs á föstudag.
Í Dagmálaþætti dagsins ræðir Hannes einmitt væringar sem hann lenti í í æðstu menntastofnun þjóðarinnar, á þeim tíma þegar hann var að hefja störf og kennslu við Háskólann.
Þátturinn í heild sinni er aðgengilegur fyrir áskrifendur Morgunblaðsins.