Rannsókn á brunanum í biðstöðu

Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að störfum í gamla slippn­um við …
Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að störfum í gamla slippn­um við Hafn­ar­fjarðar­höfn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rannsókn á brunanum í Drafnarslippnum í Hafnarfirði í byrjun mánaðarins er í biðstöðu.

Þetta segir Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Fyrir helgi barst tilkynning frá lögreglunni um að rannsókn tæknideildar benti til þess að brunann mætti rekja til opins elds. Ekki var hægt að fullyrða um hvort íkveikju eða óviljaverki væri um að kenna.

Húsnæðið í Hafnarfirði brann til kaldra kola.
Húsnæðið í Hafnarfirði brann til kaldra kola. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Aðspurður segir Skúli engar nýjar upplýsingar komnar fram um upptök brunans og því geti hann ekkert bætt við það sem kom fram í tilkynningunni.

„Þetta er bara í bið,” segir hann, en nefnir að tæknideild lögreglu eigi eftir að skila skýrslu um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert