Málsókn frá „draugum fortíðar“

Selja á húsnæði félagsins MÍR sem er á jarðhæðinni á …
Selja á húsnæði félagsins MÍR sem er á jarðhæðinni á Hverfisgötu 105. Fyrrverandi formaður til 42 ára hefur höfðar mál á hendur félaginu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta fólk er löngu farið úr starfi félagsins. Það er hins vegar enn félagar og hefði vel getað komið á aðalfundinn. Ég held að þau hafi hlaupið á sig með þessari stefnu. Þau hefðu getað haft samband og spurt hvað væri verið að gera,“ segir Einar Bragason, formaður stjórnar MÍR.

Eins og kom fram í Morgunblaðinu á laugardag hafa þrír félagsmenn í MÍR, Menningartengslum Íslands og Rússlands, áður Ráðstjórnarríkjanna, höfðað mál gegn samtökunum og krefjast þess að ákvarðanir aðalfundar síðasta sumar verði ógiltar.

Á fundinum var tekin ákvörðun um að hætta rekstri félagsins, afhenda allar eignir þess sjálfseignarstofnuninni „Menningarsjóðnum MÍR“ og selja húsnæði félagsins á Hverfisgötu en söluandvirðið á að mynda stofnfé umrædds menningarsjóðs.

Einar hafnar yfirlýsingum í stefnunni um að fundurinn hafi verið „leynilegur“ og aðeins stjórnarmenn hafi verið boðaðir. Aðalfundur hafi þvert á móti aldrei verið eins vel auglýstur og þetta skiptið, til að mynda í húsnæði félagsins og oftar en einu sinni á Facebook-síðu þess.

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert