Rekatré á Reykjum

Benjamín Kristinsson, safnstjóri á Reykjum.
Benjamín Kristinsson, safnstjóri á Reykjum. mbl.is/Sigurður Bogi

Rekaviðanytjar verða söguefni á sýningu sem opnuð verður á næstunni í Byggðasafni Húnvetninga og Strandamanna að Reykjum í Hrútafirði. Um aldir hafa kynstrin öll af góðvið borist norðan frá Síberíu í Rússland að Íslandsströndum.

Hafstraumar liggja þannig að einkum og helst hefur við þennan rekið á fjörur í norðanverðri Strandasýslu og verið þar gott búsílag. Gengið á reka er þekkt orðatiltæki sem hefur skemmtilegan hljóm.

Hákarlaskipið Ófeigur á Reykjasafni er smíðað úr rekatrjám.
Hákarlaskipið Ófeigur á Reykjasafni er smíðað úr rekatrjám. mbl.is/Sigurður Bogi

„Þetta eru nytjar sem skiptu miklu máli,“ segir Benjamín Kristinsson, safnstjóri á Reykjum. Hann vinnur nú að uppsetningu sýningarinnar um efni sem hann þekkir vel. Benjamín er frá Dröngum, norðarlega á Ströndum, mjög afskekktur bær. Hús þar voru þó ágæt, enda nægan reka að hafa.

Að Reykjum er nú búið að draga að rekavið og á næstunni verður þar sett upp sögunarvirki. 

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í gær.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert