Fjölmiðlamaðurinn Snorri Másson lætur af störfum hjá fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar um næstu mánaðamót.
Snorri hefur starfað á miðlum Sýnar undanfarin tvö ár, en áður var hann blaðamaður á Morgunblaðinu og mbl.is.
„Það eru mörg spennandi verkefni fram undan og það kemur allt í ljós þegar þar að kemur,“ segir Snorri í samtali við mbl.is, spurður hver næstu skref verði hjá honum.
„Að baki er frábær og lærdómsríkur tími hjá Stöð 2 og í blaðamennsku almennt en nú ætla ég aðeins að prófa annað,“ segir Snorri.