Tilviljun að námskeiðið sé haldið í skugga ásakana

Lögmannafélagið heldur námskeið.
Lögmannafélagið heldur námskeið. mbl.is/Ómar

Lög­manna­fé­lagið hyggst standa fyr­ir nám­skeiði fyr­ir fé­lags­menn sína um það hvernig þeir eiga að haga sér við skjól­stæðinga sem sæta ein­angr­un­ar­vist.

Nám­skeiðið verður haldið á fimmtu­dag en svo vill til að það er haldið skömmu eft­ir að fram komu upp­lýs­ing­ar um kæru á hend­ur lög­manni, sem sakaður er um nauðgun­ar­brot gegn eig­in­konu skjól­stæðings síns á meðan hann sat í ein­angr­un.

Jafn­framt er hann sakaður um mann­rétt­inda­brot gegn skjól­stæðingi sín­um sem sat í ein­angr­un­ar­vist í gæslu­v­arðhaldi.

Farið yfir stuðning við skjól­stæðinga

Nám­skeiðið er haldið und­ir yf­ir­skrift­inni: And­leg­ur stuðning­ur við skjól­stæðinga í gæslu­v­arðhaldi.

„Þó lög­menn sinni ekki sál­gæslu þá kem­ur fyr­ir að skjól­stæðing­ar þeirra þurfi sár­lega á henni að halda, til dæm­is í gæslu­v­arðhaldi. Á nám­skeiðinu verður farið yfir áhrif ein­angr­un­ar­vist­ar á ein­stak­lingi og hvernig lög­menn geta stutt við skjól­stæðinga sem sæta ein­angr­un­ar­vist. Hvernig á að aðstoða sjúk­linga í áfalli?“ seg­ir í lýs­ingu á nám­skeiðinu.

Al­gjör til­vilj­un

Eyrún Inga­dótt­ir, skrif­stofu­stjóri Lög­manna­fé­lags Íslands seg­ir að um al­gjöra til­vilj­un sé að ræða og nám­skeiðið teng­ist ekki um­rædd­um ásök­un­um.

„Þetta átti að vera fyrr í vet­ur en þetta hitt­ist bara svona á,“ seg­ir Eyrún.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert