Yfirlögregluþjónamál til Hæstaréttar

Launamál yfirlögregluþjóna fer nú til Hæstaréttar en héraðsdómur og Landsréttur …
Launamál yfirlögregluþjóna fer nú til Hæstaréttar en héraðsdómur og Landsréttur dæmdu að orð skyldu standa í samkomulaginu við Harald Johannessen frá 2019. Ríkislögreglustjórinn merkið á húsinu að utann mbl.is/Árni Sæberg

Hæstirétt­ur hef­ur samþykkt beiðni rík­is­lög­reglu­stjóra og ís­lenska rík­is­ins um áfrýj­un dóms Lands­rétt­ar frá 17. fe­brú­ar í máli fram­an­greindra aðila gegn fjór­um yf­ir­lög­regluþjón­um um launa­kjör sem á ræt­ur sín­ar í sam­komu­lagi Har­ald­ar Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóra, við yf­ir­lög­regluþjón­ana í ág­úst 2019.

Laut sam­komu­lagið að breyt­ingu á sam­setn­ingu launa sem fól í sér að laun yf­ir­lög­regluþjón­anna voru færð upp um sjö launa­flokka og fimm þrep og föst yf­ir­vinna þannig færð inn í grunn­laun þeirra. Samdi rík­is­lög­reglu­stjóri á sín­um tíma við tvo yf­ir­lög­regluþjóna og sjö aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjóna.

Sig­ríður Björk Guðjóns­dótt­ir, nú­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, aft­ur­kallaði sam­komu­lagið og taldi embættið ekki bundið af samn­ing­um for­vera henn­ar. Höfðuðu lög­regluþjón­arn­ir þá mál og kröfðust þess að sam­komu­lagið stæðu. Hlutu þeir meðbyr fyr­ir héraðsdómi og fyr­ir Lands­rétti í áfrýjuðu máli.

Áhrif á kjara­samn­ings­lík­an

„Lands­rétt­ur vísaði til þess að kjör gagnaðila hefðu ráðist af kjara­samn­ingi Lands­sam­bands lög­reglu­manna við fjár­mála- og efna­hags­ráðherra fyr­ir hönd rík­is­sjóðs. Við þær aðstæður yrði litið svo á, þótt gagnaðili hefði verið emb­ætt­ismaður, að kjör hans sem yf­ir­lög­regluþjóns hefðu farið eft­ir regl­um sem ættu við um samn­inga á sviði vinnu­rétt­ar,“ seg­ir í rök­stuðningi Hæsta­rétt­ar með ákvörðun dóm­stóls­ins um að veita áfrýj­un­ar­leyfi.

Seg­ir Hæstirétt­ur leyf­is­beiðend­ur, það er rík­is­lög­reglu­stjóra og ís­lenska ríkið, byggja á því að úr­slit máls­ins hafi veru­legt al­mennt gildi og varði mik­il­væga hags­muni þeirra. Vísi þeir til þeirra áhrifa sem niðurstaða máls­ins geti haft á það kjara­samn­ings­lík­an sem ríkið hafi byggt á frá alda­mót­um. Fer Hæstirétt­ur að því búnu yfir rök áfrýj­un­ar­beiðenda.

For­send­ur eigi ekki við rök að styðjast

„Op­in­bera vinnu­markaðnum sé sett­ur mun skýr­ari lag­arammi en þekk­ist á al­menn­um markaði að því leyti meðal ann­ars að svig­rúm til launa­setn­ing­ar sé mun minna og samn­ings­frelsi í þessu sam­bandi tak­markaðra og verði alltaf að byggja á heim­ild í lög­um eða kjara­samn­ingi og full­nægj­andi fjár­heim­ild for­stöðumanns.

Þá eigi þær for­send­ur Lands­rétt­ar ekki við rök að styðjast að for­dæmi séu fyr­ir því að gerðar hafi verið ráðstaf­an­ir til að hækka grunn­laun yf­ir­lög­regluþjóna og aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjóna með því að færa fast­ar álags- eða yf­ir­vinnu­greiðslur inn í grunn­laun, enda hafi slík­ar breyt­ing­ar verið gerðar í tengsl­um við kjara­samn­ings­gerð fjár­málaráðherra fyr­ir hönd rík­is­ins og Lands­sam­bands lög­reglu­manna.“

Að því búnu fellst rétt­ur­inn á að taka málið til meðferðar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert