Andlát: Anna Kolbrún Árnadóttir

Anna Kolbrún Árnadóttir.
Anna Kolbrún Árnadóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Anna Kol­brún Árna­dótt­ir, sem var alþing­ismaður Norðaust­ur­kjör­dæm­is á síðasta kjör­tíma­bili fyr­ir Miðflokk­inn, lést á Sjúkra­hús­inu á Ak­ur­eyri í gær­morg­un.

Birg­ir Ármanns­son, for­seti Alþing­is, greindi frá þessu við upp­haf þing­fund­ar í dag. Önnu Kol­brún­ar verður minnst við upp­haf þing­fund­ar næst­kom­andi mánu­dag.

Anna Kol­brún, sem var 53 ára, var varaþingmaður Miðflokks­ins á þessu kjör­tíma­bili.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert