Andlát: Anna Kolbrún Árnadóttir

Anna Kolbrún Árnadóttir.
Anna Kolbrún Árnadóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Anna Kolbrún Árnadóttir, sem var alþingismaður Norðausturkjördæmis á síðasta kjörtímabili fyrir Miðflokkinn, lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri í gærmorgun.

Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, greindi frá þessu við upphaf þingfundar í dag. Önnu Kolbrúnar verður minnst við upphaf þingfundar næstkomandi mánudag.

Anna Kolbrún, sem var 53 ára, var varaþingmaður Miðflokksins á þessu kjörtímabili.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert