Frjósemi aldrei verið minni

Á síðasta ári fæddist 4.391 lifandi barn hér á landi.
Á síðasta ári fæddist 4.391 lifandi barn hér á landi. mbl.is/Árni Sæberg

Frjósemi íslenskra kvenna hefur aldrei verið minni en árið 2022 og eignast konur nú sitt fyrsta barn að jafnaði síðar á ævinni en áður.

Á síðasta ári fæddist 4.391 lifandi barn hér á landi, sem er mikil fækkun frá árinu 2021 þegar 4.879 börn fæddust, að því er fram kemur í samantekt Hagstofunnar. Er þetta mesta fækkun á lifandi fæddum börnum sem hefur átt sér stað á milli ára frá 1838 þegar mælingar hófust eða fækkun upp á 488 börn.

Guðjón Hauksson, sérfræðingur hjá Hagstofu Íslands, segir þessa miklu fækkun að sumu leyti mega rekja til kórónuveirufaraldursins. Faraldurinn hafi orsakað sveiflu sem leiddi til þess að fæðingartíðni hækkaði upp í 1,8 árið 2021 áður en hún féll síðan aftur í fyrra.

„Fólk sem þegar var farið að huga að barneignum flýtti ákvörðun sinni þegar faraldurinn hófst. Barneignir voru færri árið 2022 vegna þess að fleiri voru nýbúnir að eignast börn.“ Guðjón segir sambærilega þróun hafa átt sér stað annars staðar á Norðurlöndunum.

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert