Göngubrú reist yfir Sæbraut

Endanlegt útlit hefur ekki verið ákveðið en í skoðun er …
Endanlegt útlit hefur ekki verið ákveðið en í skoðun er að nota litað plexígler í yfirbyggingunni til að ýta undir skemmtilega upplifun. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Tímabundin göngu- og hjólabrú verður reist yfir Sæbraut. Brúin er verkefni til þess að bæta umferðaröryggi, ekki síst fyrir skólabörn í Vogabyggð. Framtíðarlausnin er að Sæbraut verði sett í stokk eins og stendur í samgöngusáttmálanum.

Framkvæmdin er samvinnuverkefni Reykjavíkurborgar og Vegagerðarinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Brúin tengist Snekkjuvogi/Barðavogi í vestri og Tranavogi/Dugguvogi í austri. Hún verður yfirbyggð, með lyftu og tröppum en endanlegt útlit hefur þó enn ekki verið ákveðið.

Brú­in teng­ist Snekkju­vogi/​Barðavogi í vestri og Trana­vogi/​Duggu­vogi í austri. Ljós­mynd/​Reykja­vík­ur­borg.
Brú­in teng­ist Snekkju­vogi/​Barðavogi í vestri og Trana­vogi/​Duggu­vogi í austri. Ljós­mynd/​Reykja­vík­ur­borg. Ljósmynd/Aðsend

Brúin verður færanleg

Reykjavíkurborg og Vegagerðin hófu undirbúning formlega haustið 2022. Vegagerðin og Reykjavíkurborg setja fram fimm skilyrði vegna brúarinnar. Mikill hæðarmunur er þarna svo lyftubrú er betri kostur en rampar, þar sem þeir þyrftu að vera langir.

Brúin skal vera hönnuð á þann hátt að auðvelt sé að færa hana í stokksframkvæmd, brúardekk og hráefni skal vera hægt að endurnýta, aðgengi skal vera tryggt fyrir alla óvarða vegfarendur, góð lýsing skal vera á og við brúna og brúin verður byggð á þann hátt að vegfarendur upplifi sig örugga að ferðast um hana.

250 milljónir króna í kostnað

Áætlaður kostnaður við byggingu brúarinnar er um 250 milljónir króna en til viðbótar má gera ráð fyrir kostnaði við að tengja núverandi stíga að brúnni. 

Næsta skref er að farið verður í útboð, bæði efnisútboð og framkvæmdarútboð. Áætlað er að brúin verði opnuð gangandi og hjólandi vegfarendum í upphafi næsta árs en að öllum frágangi verði síðan lokið sumarið 2024.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert