„Langaði helst að aflífa einn þeirra á staðnum“

Einn hestanna sem Steinunn myndaði.
Einn hestanna sem Steinunn myndaði.

Mat­væla­stofn­un (MAST) hef­ur borist er­indi vegna meintr­ar slæl­egr­ar meðferðar á hross­um í Arnar­f­irði.

Ábend­ing­in kom inn á borð stofn­un­ar­inn­ar í gær og að sögn for­stjóra er málið í ferli. Send­ur verður skoðun­ar­maður frá héraðsdýra­lækni sem kann­ar málið nán­ar. Áður hafa borist ábend­ing­ar um slæmt ástand hest­anna.  

Hrönn Jör­unds­dótt­ir, for­stjóri MAST, seg­ir að ábend­ing­in verði tek­in al­var­lega og eft­ir að eft­ir­litsmaður verði send­ur á svæðið verði gerð skýrsla um aðbúnað dýr­anna.

Þegar hef­ur verið kvartað und­an aðbúnaði hross­anna, en nú síðast í des­em­ber skilaði MAST skýrslu þar sem niðurstaðan var aft­ur á móti að ekki væri ástæða til að gera at­huga­semd­ir við aðbúnað dýr­anna.

Fór 800 kíló­metra

Stein­unn Árna­dótt­ir, íbúi í Borg­ar­nesi, er sú sem sendi ábend­ing­una í gær til MAST. Hún seg­ist hafa gert sér sér­staka ferð um 800 kíló­metra leið eft­ir að hún hafi fengið ábend­ingu um ástand hest­anna. Að öðru leyti hafi hún eng­in tengsl við svæðið. 

„Ég var beðin um að fara í verkið af öðrum sem hafa bent á aðbúnað hest­anna og í skýrsl­unni frá því í des­em­ber seg­ir að ekk­ert sé að,“ seg­ir Stein­unn. Hef­ur hún einu sinni áður gert at­huga­semd við aðbúnað hrossa í Borg­ar­f­irði.  

Segir Steinunn einn hestanna vart geta gengið í myndbandi sem …
Seg­ir Stein­unn einn hest­anna vart geta gengið í mynd­bandi sem hún tók. Ljós­mynd/​Stein­unn Árna­dótt­ir

„Ég er hesta­mann­eskja og ég sá strax að það var eitt­hvað að hest­un­um (í Arnar­f­irði). Auðvitað er það dýra­lækn­is að meta ástand hest­anna en það er aug­ljós­lega eitt­hvað að og þeim líður mjög illa. Mig langaði helst að af­lífa einn þeirra á staðnum. Hann var svo verkjaður. Ég varð mjög reið,“ seg­ir Stein­unn. Í fram­hald­inu hringdi hún á lög­reglu og í dýra­lækni til að láta vita af því sem fyr­ir augu bar.      

Fjöldi ábend­inga notað til grund­vall­ar

Hrönn hjá MAST seg­ir að fjöldi ábend­inga um til­tek­inn stað geti haft áhrif á úr­vinnslu MAST í slík­um mál­um.  

„Þegar ábend­ing­ar koma inn um sama stað þá safn­ast það fyr­ir í gagna­grunni. Er það notað til grund­vall­ar um það hvort það þyki ástæða til að bregðast harðar við, hraðar eða öðru­vísi,“ seg­ir Hrönn.    

Hún seg­ir að m.a. hafi land­fræðileg staða áhrif á það hve skjótt hægt er að koma eft­ir­lits­fólki á staðinn. „Þetta er sent viðkom­andi héraðsdýra­lækni sem send­ir eft­ir­lits­mann á staðinn,“ seg­ir Hrönn en hafði ekki frek­ari upp­lýs­ing­ar um það hvar málið var statt í ferl­inu. 

Hrönn Jörundsdóttir.
Hrönn Jör­unds­dótt­ir. Ljós­mynd/​Stjórn­ar­ráðið
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert