Aukin jarðhitavirkni undir Hringvegi

Aukin hitavirkni á svæðinu vriðst hafa verið að þróast yfir …
Aukin hitavirkni á svæðinu vriðst hafa verið að þróast yfir langan tíma. Ljósmynd/Vegagerðin

Aukin jarðhitavirkni hefur mælst undir Hringveginum í Hveradalabrekku, við Skíðaskálann í Hveradölum. Ekki er talin hætta á ferðum fyrir vegfarendur en þeir eru þó beðnir um að stöðva ekki bíla sína á þessu svæði.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Vegagerðinni en henni barst tilkynning um aukna jarðhitavirkni á svæðinu í gær. Stoðdeild Vegagerðarinnar fór samstundis á staðinn til að gera athuganir og ganga úr skugga um að engin hætta væri á ferðum

Í tilkynningunni segir aukin hitavirkni á þessum stað virðist hafa verið að þróast yfir langan tíma, eða í allmarga mánuði. Yfirborð vegarins var skoðað en hitinn reyndist ekki óeðlilega hár.

Hitinn reyndist ekki óeðlilega hár.
Hitinn reyndist ekki óeðlilega hár. Ljósmynd/Vegagerðin

Munu fylgjast vel með þróuninni

Margvíslegar rannsóknir hafa verið gerðar og verður haldið fram næstu daga. Nýttar hafa verið jarðsjár og hitamyndavélar sem sýna að hitinn liggur í sprungu undir veginum.

Jarðsjárgögn hafa verið send utan til greiningar og lögreglan á Suðurlandi hefur verið upplýst um málið. Vel verður fylgst með þróuninni næstu daga. Burður vegarins verður mældur, hitamyndavélar verða settar upp og hitamælar verða settir í veginn.

Vegagerðin hefur verið í sambandi við Orku náttúrunnar sem hefur kortlagt yfirborðsvirkni á svæðinu. Vegagerðin er einnig í samstarfi við ÍSOR sem hefur kortlagt sprungur á svæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert