Efling segir sig úr Starfsgreinasambandinu

Sólveig Anna Jónsdóttir.
Sólveig Anna Jónsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Efling segir sig úr Starfsgreinasambandi Íslands (SGS). Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu eftir að niðurstöður atkvæðagreiðslu félagsmanna Eflingar um úrsögnina lágu fyrir í dag.

At­kvæðagreiðsla um úr­sögn Efl­ing­ar úr SGS lauk kl. 15 í dag. Atkvæðagreiðslan fór fram rafræt á vef Eflingar og hófst seinasta fimmtudag.

1.051 félagsmaður greiddi atkvæði af þeim 20.905 sem eru á kjörskrá. Kjörsókn var því 5,03%.

69,74% kjósenda greiddu atkvæði með úrsögn úr SGS, 27,78% greiddu atkvæði á móti og 2,47% tóku ekki afstöðu.

Félagið sagði í tilkynningu í seinustu viku að með úrsögn myndi Efling öðlast beina aðild að Alþýðusambandi Íslands án milligöngu landssam­bands. Þar sagði einnig að Efling greiði meira en 50 milljó­ir króna á ári til SGS en sæki litla sem enga þjón­ustu þaðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert