Fimm tilboð bárust í nýja Arnarnesveginn

Nýr vegur verður lagður á brú yfir Breiðholtsbrautina og inn …
Nýr vegur verður lagður á brú yfir Breiðholtsbrautina og inn aftur á ljósastýrðum gatnamótum. Tölvumynd/Vegagerðin

Fimm tilboð bárust í gerð Arnarnesvegar frá Rjúpnavegi að Breiðholtsbraut, en tilboðin voru opnuð hjá Vegagerðinni á þriðjudag. Tvö tilboðanna voru undir kostnaðaráætlun. Um er að ræða 1,3 kílómetra langan veg sem mun tengja sveitarfélögin Reykjavík og Kópavog og verður mikil samgöngubót. Verkinu skal að fullu lokið 1. ágúst 2026.

Óskatak ehf. og Háfell ehf. voru sameiginlega með lægsta tilboðið, sem hljóðar upp á krónur 5.432.564.904. Það er 88,3% af áætluðum verktakakostnaði, sem er 6.150.551.086 krónur. Tilboð Óskataks og Háfells er því tæplega 720 milljónum lægra en áætlaður verktakakostnaður. Aðrir sem buðu voru Jarðval sf., Kópavogi, krónur 5.685.153.807, Suðurverk hf. og Loftorka ehf., Kópavogi, krónur 6.766.459.766, Íslenskir aðalverktakar hf., Reykjavík, krónur 6.857.966.122, og Ístak hf., Mosfellsbæ, krónur. 6.967.994.000.

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert