Hart deilt um Kársnesskóla

Kostnaður vegna nýs Kársnesskóla er á fjórða milljarð króna.
Kostnaður vegna nýs Kársnesskóla er á fjórða milljarð króna. mbl.is/Hákon Pálsson

Oddviti Viðreisnar í Kópavogi, Theodóra S. Þorsteinsdóttir, hafnaði því í vikunni að Kópavogsbæ yrði veitt heimild til að rifta samningi við ítalska vertakafyrirtækið Rizzani de Eccher um byggingu nýs Kársnesskóla.

„Ég hafnaði heimild til riftunar því eins og málum er háttað tel ég það betri kost að reyna til þrautar að viðhalda samningssambandi við verktakann á grundvelli verksamnings.“ Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti riftunarheimildina með átta atkvæðum, Theódóra sagði nei en Sigurbjörg E. Egilsdóttir bæjarfulltrúi Pírata og Bergljót Kristinsdóttir bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar sátu hjá við afgreiðslu málsins.

Miklir fjárhagslegir hagsmunir eru í húfi en upphaflegt tilboð fyrirtækisins hljóðaði upp á 3,2 milljarða króna. Gamli skólinn var rifinn vegna myglu. Theódóra telur farsælast að núverandi verktaki klári verkið.

„Ég tel að með því megi koma í veg fyrir þá gríðarlegu óvissu sem fylgir riftun og mögulegri skaðabótaskyldu Kópavogsbæjar.“ Það muni einnig vekja spurningar um ábyrgð á göllum og umtalsverða röskun á framkvæmdinni. Langan tíma taki að koma framkvæmdinni í hendur annars verktaka og kostnaður muni aukast umtalsvert.

Hægt er að lesa umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert