90 daga á­kæru­frestur vana­lega há­mark

Rio de Janeiro
Rio de Janeiro Ljósmynd/Colourbox

Ákærufresturinn í máli Sverris Þórs Gunnarssonar hefur verið framlengdur á ný um þrjátíu daga til þess að ljúka megi rannsókn málsins.

Þetta staðfestir Thiago Giavarotti, yf­ir­lög­regluþjónn hjá bras­il­ísku al­rík­is­lög­regl­unni í sam­tali við mbl.is. Þá segir hann algjört hámark ákærufrests vanalega vera níutíu daga.

Sverr­ir var hand­tek­inn í Rio de Janeiro í um­fangs­mikl­um aðgerðum lög­regl­unn­ar þann 12. apríl síðastliðinn og hef­ur áður neitað að svara spurn­ing­um við yf­ir­heyrsl­ur. Endi hand­takan með ákæru þykir lík­legt að það verði fyr­ir fíkni­efna­smygl og pen­ingaþvætti.

Handtaka Sverris var hluti af Match Point aðgerðum brasilísku lögreglunnar þar sem meira en tvö hundruð lögregluþjón­ar tóku þátt í aðgerðunum, meðal ann­ars frá Íslandi og Ítal­íu.

Í aðgerðunum lagði lög­regla hald á 65 kíló af kókaíni, 225 kíló af kanna­bis­efn­um og 57 fast­eign­ir auk öku­tækja og skipa ásamt því að loka fyr­ir banka­reikn­inga 43 ein­stak­linga.

Lög­regl­an tel­ur verðmæti eign­anna sem lagt var hald á geta numið um 150 millj­óna bras­il­ísks ríal eða um 4,2 millj­örðum ís­lenskra króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert