Á 129 km/klst. hraða í Árbænum

Lögregla hafði afskipti af nokkrum ökumönnum í gær.
Lögregla hafði afskipti af nokkrum ökumönnum í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tveir öku­menn voru gripn­ir í gær í Árbæn­um á 115 og 129 km/​klst. hraða þar sem há­marks­hraði er 80 km/​klst. Þetta kem­ur fram í dag­bók lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu.

Lög­regla hafði af­skipti af þó nokkr­um öku­mönn­um í gær. Voru þeir a.m.k. grunaðir um akst­ur und­ir áhrif­um áv­ana- og fíkni­efna og einn um ölv­un. 

Eitt öku­tæki var boðað í skoðun þar sem ljósa­búnaður var í ólagi. Þá var til­kynnt um inn­brot í bif­reið í hverfi 105 þar sem búið var að brjóta rúður og reyna að spenna upp bíl­h­urð.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert