Tveir ökumenn voru gripnir í gær í Árbænum á 115 og 129 km/klst. hraða þar sem hámarkshraði er 80 km/klst. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Lögregla hafði afskipti af þó nokkrum ökumönnum í gær. Voru þeir a.m.k. grunaðir um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna og einn um ölvun.
Eitt ökutæki var boðað í skoðun þar sem ljósabúnaður var í ólagi. Þá var tilkynnt um innbrot í bifreið í hverfi 105 þar sem búið var að brjóta rúður og reyna að spenna upp bílhurð.