Búast má við vænum hitatölum í hnjúkaþey

Á morgun nálgast lægð beint úr suðri.
Á morgun nálgast lægð beint úr suðri. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þegar þetta er skrifað nú í morg­uns­árið er lægð stödd við Hvarf. Skil frá þess­ari lægð bár­ust yfir landið seint í gær og bylgja á skil­un­um þýðir auk­inn kraft í rign­ing­una í nótt og fram­an af degi í dag,“ seg­ir í hug­leiðing­um veður­fræðings á vef Veður­stof­unn­ar.

Þar kem­ur einnig fram að bú­ast megi við tals­verðri rign­ingu á sunn­an­verðu land­inu. Með fylgi sunn­an strekk­ing­ur, þó reynd­ar hafi lægt vest­ast á land­inu.

Skil­in fær­ast í austurátt og á eft­ir skil­un­um tek­ur við suðvest­an gola eða kaldi með skúr­um. Þessi veðra­skipti ger­ast fyrst vest­ast á land­inu, en aust­an­lands dreg­ur úr vindi og létt­ir til und­ir kvöldið.

Bú­ast má við væn­um hita­töl­um í hnjúkaþey á norðaust­an­verðu land­inu en loft­mass­inn yfir land­inu er ágæt­lega hlýr. Má bú­ast við 16 til 17 stig­um þegar best læt­ur.

Kóln­ar í veðri

Á morg­un nálg­ast lægð beint úr suðri. Það geng­ur í aust­an og norðaust­an 5-13 m/​s á með rign­ingu, fyrst um landið sunn­an­vert.

Hiti verður á bil­inu 6 til 12 stig. Spár gera síðan ráð fyr­ir að miðja þess­ar­ar lægðar gangi til norðurs yfir aust­an­vert landið. Það þýðir að á sunnu­dag­inn snýst í norðlæg­ari átt með úr­komu og kóln­ar í veðri.

Veður­vef­ur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert