Halda þétt um málið í Arnarfirði

Matís fékk ábendingu um meinta slælega meðferð á hestum í …
Matís fékk ábendingu um meinta slælega meðferð á hestum í Arnarfirði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta mál er í fullri vinnslu hjá okk­ur og við höld­um þétt utan um þetta mál,“ seg­ir Hrönn Jör­unds­dótt­ir for­stjóri MAST. Stofn­un­in fékk ábend­ingu um meinta slæl­ega meðferð á hest­um í Arnar­f­irði. Að sögn henn­ar mun málið taka ein­hverja daga í vinnslu áður en skýrsla verður gerð um aðbúnað hest­anna.

Málið snýr að ábend­ingu sem barst frá Stein­unni Árna­dótt­ur hesta­konu, sem ferðaðist um 800 kíló­metra til að skoða ástand hesta á sveita­bæ í Arnar­f­irði. Taldi hún hest­ana upp­lifa þján­ingu og gerði viðeig­andi yf­ir­völd­um viðvart í kjöl­farið. MAST hef­ur áður fengið kvört­un vegna ástands­ins en aðhafðist ekki.

Ekki í Dýraf­irði

Í frétt sem birt­ist um málið í Morg­un­blaðinu í gær var rang­lega sagt að málið hefði komið upp í Dýraf­irði. Hið rétta er að MAST skoðar aðbúnað og ástand hesta sem eru á sveita­bæ í Arnar­f­irði. Beðist er vel­v­irðing­ar á þess­um rang­færsl­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert