Halda þétt um málið í Arnarfirði

Matís fékk ábendingu um meinta slælega meðferð á hestum í …
Matís fékk ábendingu um meinta slælega meðferð á hestum í Arnarfirði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta mál er í fullri vinnslu hjá okkur og við höldum þétt utan um þetta mál,“ segir Hrönn Jörundsdóttir forstjóri MAST. Stofnunin fékk ábendingu um meinta slælega meðferð á hestum í Arnarfirði. Að sögn hennar mun málið taka einhverja daga í vinnslu áður en skýrsla verður gerð um aðbúnað hestanna.

Málið snýr að ábendingu sem barst frá Steinunni Árnadóttur hestakonu, sem ferðaðist um 800 kílómetra til að skoða ástand hesta á sveitabæ í Arnarfirði. Taldi hún hestana upplifa þjáningu og gerði viðeigandi yfirvöldum viðvart í kjölfarið. MAST hefur áður fengið kvörtun vegna ástandsins en aðhafðist ekki.

Ekki í Dýrafirði

Í frétt sem birtist um málið í Morgunblaðinu í gær var ranglega sagt að málið hefði komið upp í Dýrafirði. Hið rétta er að MAST skoðar aðbúnað og ástand hesta sem eru á sveitabæ í Arnarfirði. Beðist er velvirðingar á þessum rangfærslum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert