Isavia missir af milljörðum

Isavia verður af 2,5 milljörðum króna sem héraðsdómur hafði áður …
Isavia verður af 2,5 milljörðum króna sem héraðsdómur hafði áður dæmt íslenska ríkið og ALC til þess að greiða. mbl.is/Hari

Landsréttur sneri í dag við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem hafði áður gert íslenska ríkinu og flugvélaleigunni ALC að greiða Isavia 2,5 milljarða króna í skaðabætur. 

Teng­ist málið deil­um Isa­via og ALC um kyrr­setn­ingu á Air­bus-þotu gegn skuld­um flug­fé­lags­ins WOW air og niður­stöðu dóm­ara við Héraðsdóm Reykja­ness sem Isa­via taldi að hafi kom­ist að rangri niður­stöðu árið 2021 með sak­næm­um hætti.

Höfðaði Isa­via því skaðabóta­mál á hend­ur ís­lenska rík­inu og flug­véla­leig­unni ALC.

Niðurstaða héraðsdóms í því máli var að Isa­via hafi orðið fyr­ir tjóni og að ís­lenska ríkið og ALC bæri á því ábyrgð. Var þeim gert að greiða Isavia 2,5 milljarða króna.

Máttu ekki nota vélina sem tryggingu

Íslenska ríkið og ALC áfrýjuðu dómnum til Landsréttar sem komst í dag að þveröfugri niðurstöðu en héraðsdómur.

Komust dómarar Landsréttar að því að Isavia hefði mátt koma í veg fyrir að flugvélinni væri flogið á brott á meðan lendingargjöld af henni væru ógreidd.

Hins vegar hafði Isavia ekki mátt nota flugvélina sem tryggingu fyrir gjöldum af öðrum flugvélum sem WOW Air hafði á leigu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert