„Þetta er búið að elta mig í 10 ár“

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 3:16
Loaded: 0.00%
Stream Type LIVE
Remaining Time 3:16
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Höf­und­arn­ir Natasha S. og Joachim B. Schmidt segja frá reynslu sinni sem skáld af er­lend­um upp­runa í Dag­mál­um. Þau hafa bæði búið hér í meira en ára­tug og tala góða ís­lensku. Þrátt fyr­ir það mæta þau enn viss­um for­dóm­um. 

Spurð út í viðtök­urn­ar hjá Íslend­ing­um þegar þau tali ís­lensku seg­ir Natasha að enn skipti fólk yfir í ensku þegar það tali við hana. „Þetta er búið að elta mig síðustu 10 ár. Og í næst­um hverju ein­asta sam­tali við Íslend­ing, síðustu tíu ár, fæ ég að heyra: „Þú tal­ar svo góða ís­lensku“,“ seg­ir hún.

Joachim skýt­ur glaðbeitt­ur inn í að maður verði bara að segja: „Takk sömu­leiðis“ og Natasha seg­ist ein­mitt stund­um grípa til þess.

„Ég myndi helst vilja að fólk heyrði ekki að ég geri þess­ar vill­ur. Fólk heyr­ir strax að ég er að ströggla og að reyna að gera mitt besta og þá er það til­búið að hrósa. Við verðum ör­ugg­lega að lifa með þessu mjög lengi,“ seg­ir Joachim.

Skáld­in tvö voru gest­ir Ragn­heiðar Birg­is­dótt­ur í Dag­mál­um. Þar sögðu þau m.a. frá út­gáfu Skáldreka, rit­gerðasafns höf­unda af er­lend­um upp­runa. 

Viðtalið má nálg­ast hér að neðan. Þar má einnig finna sam­talið á hlaðvarps­formi. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert