Tunnudreifing samkvæmt nýju flokkunarkerfi sorphirðu er hafin í Reykjavík. Nú stendur yfir dreifing í Grafarholti og Úlfarsárdal. Skylt varð að flokka heimilisúrgang í fjóra flokka við heimili með lögum um hringrásarhagkerfi, sem tóku gildi í janúar 2023.
Reykjavíkurborg tekur upp nýtt og samræmt flokkunarkerfi sorphirðu í samvinnu við nágrannasveitarfélög. Þetta er viðamikið umhverfismál en með réttri flokkun er hægt að minnka sóun og endurnýta verðmæti í stað þess að þeim sé hent, að því er segir í tilkynningu frá borginni.
Íbúar þurfa ekki að grípa til neinna aðgerða hvað varðar tunnuskipti. Tunnudreifing er hafin og lýkur breytingunum í september.
Tunnudreifingu á Kjalarnesi er lokið og nú stendur yfir dreifing í Grafarholti og Úlfarsárdal. Eftir það verður haldið í Grafarvoginn og svo koll af kolli samkvæmt plani.
Öll heimili fá jafnframt körfu og bréfpoka undir matarleifar sem dreift er samhliða tunnuskiptunum, segir enn fremur