Vakta hitaaukningu í Hveradölum

Vegagerðin fylgist með hitaaukningu undir veginum um Hveradali og er …
Vegagerðin fylgist með hitaaukningu undir veginum um Hveradali og er nú að koma fyrir hitanema til að vakta stöðuna. Ljósmynd/Birkir Hrafn Jóakimsson

Það eru svo sem eng­ar breyt­ing­ar sem við sjá­um þannig lagað,“ seg­ir Birk­ir Hrafn Jóakims­son, for­stöðumaður hjá Vega­gerðinni, í sam­tali við mbl.is, stadd­ur í Hvera­döl­um þar sem hann bíður verk­taka sem bora mun fyr­ir hita­nema í ná­grenni ak­veg­ar­ins en eins og greint var frá hér á vefn­um í gær í kjöl­far frétta­til­kynn­ing­ar frá Vega­gerðinni hef­ur auk­in jarðhita­virkni mælst und­ir Hring­veg­in­um í Hvera­dala­brekku.

„Þá get­um við kort­lagt hita­stigið bet­ur,“ held­ur Birk­ir áfram en hita­nem­an­um er þannig fyr­ir komið að hola er boruð með kjarna­bor, hún fóðruð með stáli og mæli­tæk­inu svo komið þar fyr­ir.

„Við erum þá að hugsa um að geta gripið til ein­hverra aðgerða auk þess að spá fyr­ir um hvað sé að ger­ast, hversu hratt hit­inn sé að aukast und­ir veg­in­um og hvort við get­um tappað eitt­hvað af þessu neðar í veg­in­um eða hvort við þurf­um að bora til hliðar við veg­inn til þess að létta á þrýst­ingi, sem sagt alls kon­ar pæl­ing­ar í gangi en nú erum við bara að koma vökt­un­ar­kerfi í gang,“ seg­ir for­stöðumaður­inn að lok­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert