Vill koma á fót þekkingarmiðstöð um ME sjúkdóminn

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra mbl.is/Arnþór

Will­um Þór Þórs­son heil­brigðisráðherra hef­ur falið Sjúkra­hús­inu á Ak­ur­eyri í sam­vinnu við Heil­brigðis­stofn­un Norður­lands, að koma á fót þekk­ing­ar- og ráðgjaf­armiðstöð um ME sjúk­dóm­inn. 

Áformuð stofn­un þekk­ing­ar- og ráðgjaf­armiðstöðvar um ME sjúk­dóm­inn hef­ur fengið vinnu­heitið Ak­ur­eyr­arklíník­in. Á stofn­un henn­ar m.a. að bæta skiln­ing á ME og skyld­um sjúk­dóm­um og stuðla að bættri þjón­ustu við sjúk­linga.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu heil­brigðisráðuneyt­is­ins.

Langvar­andi vöðva­verk­ir og bólg­ur

Sjúk­dóm­ur­inn veld­ur langvar­andi vöðva­verkj­um og bólg­um í heila eða mænu. Vitað er að ýms­ar sýk­ing­ar geta valdið ME sjúk­dómn­um. Hluti sjúk­linga sem veikt­ust af Ak­ur­eyr­ar­veik­inni þegar hún geisaði fyr­ir 75 árum þróaði með sér ME. Þá benda rann­sókn­ir Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar sem og er­lend­ar rann­sókn­ir, til þess að um 1% þeirra sem sýkj­ast af Covid-19 þrói með sér langvar­andi sjúk­dóms­ein­kenni sem líkj­ast ein­kenn­um ME sjúk­dóms­ins.

„Fjöl­mörg­um faröldr­um eins og Ak­ur­eyr­ar­veik­inni hef­ur verið lýst í heim­in­um þar sem sýk­ill hef­ur ekki fund­ist og hluti þeirra sem veikist þróar með sér langvar­andi sjúk­dóms­ein­kenni líkt og ME.

Sé tekið mið af er­lend­um töl­um má ætla að hér á landi séu eitt- til tvö þúsund ein­stak­ling­ar með sjúk­dóm­inn en ljóst er að sjúk­dóm­ur­inn er van­greind­ur. Sjúk­dóms­byrði margra ME- sjúk­linga er þung. Brýn þörf er á að auka þekk­ingu á sjúk­dómn­um og bæta þjón­ustu við þá sem við hann glíma,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert