Andlát: Ísak Harðarson

Ísak Harðarson, skáld, er látinn.
Ísak Harðarson, skáld, er látinn. Árni Sæberg

Ísak Harðar­son skáld lést á krabba­meins­deild Land­spít­al­ans að morgni föstu­dags­ins 12. maí eft­ir stutt veik­indi. 

Ísak fædd­ist í Reykja­vík þann 11. ág­úst árið 1956. Hann lauk stúd­ents­prófi 1977 og stundaði síðan nám við Kenn­ara­há­skóla Íslands auk ís­lensku­náms við Há­skóla Íslands. 

Ísak sendi frá sér sína fyrstu bók, ljóðabók­ina „Þriggja orða nafn“, árið 1982 og síðan hef­ur hann gefið út fjölda ljóðabóka, smá­sagna­söfn, skáld­sögu og end­ur­minn­inga­bók auk þess sem hann var mik­il­virk­ur þýðandi.

Ísak hlaut rit­höf­unda­verðlaun Rík­is­út­varps­ins árið 1994 og hann var til­nefnd­ur til bók­mennta­verðlauna Norður­landaráðs árið 2011 fyr­ir bók sína „Renn­ur upp um nótt“.

Ísak var þekkt­ur fyr­ir sterkt og frum­legt mynd­mál í ljóðum sín­um og sterk­an trú­arþráð en hann virt­ist of­ur­næm­ur fyr­ir straum­um sam­tím­ans. Þótt viðfangs­efn­in hafi oft verið al­var­leg og myrk þá voru verk hans oft­ar en ekki full af hug­mynda­auðgi, leik­gleði og húm­or.

Ísak læt­ur eft­ir sig tvær dæt­ur sem hann eignaðist með Ólöfu Garðars­dótt­ur. Katla (fædd 1984) er gift Guðlaugi Há­v­arðssyni og þau eiga Styr­kár fædd­an 2011. Guðrúnu Heiður (fædd 1989) er gift Sveini Stein­ari Bene­dikts­syni og þau eiga Dýrfinnu fædda 2014.

Ísak og Ólöf slitu sam­vist­ir árið 1993. Útför Ísaks verður aug­lýst síðar.

Hér að neðan má sjá tvö ljóð eft­ir Ísak.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert