Búa sig undir árásir í kringum leiðtogafund

Viðbúnaður í næstu viku.
Viðbúnaður í næstu viku. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Fundurinn er af þeirri stærðargráðu að hann vekur ákveðna athygli. Það eru fordæmi fyrir því að önnur lönd hafi orðið fyrir tilraunum til árása á alls konar innviði. Við erum að sjá á síðustu vikum og dögum aukna tíðni tilrauna til að brjótast inn í tölvukerfi,“ segir Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstöðumaður CERT-IS, netöryggissveitar Póst- og fjarskiptastofnunar.

Náið samstarf hefur verið undanfarnar vikur á milli ríkislögreglustjóraembættisins og CERT-IS til að undirbúa og skipuleggja viðbrögð við hættu á netárásum í kringum leiðtogafund Evrópuráðsins sem haldinn verður hér á landi í næstu viku.

Forstöðumaður CERT-IS segir að þegar fundurinn hefst reikni netöryggissveitin með því að aðilar sem einhverra hluta vegna eru ekki hlynntir því að fundurinn fari fram láti til skarar skríða. „Það verði gert með álagsárásum þar sem annaðhvort verði reynt að taka fundinn niður, sem sýna á frá í streymi, eða með því að trufla hann með því að hafa áhrif á aðra þætti sem tengjast fundinum.“

Hægt er að lesa nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert