„Norðurskautsmeistarinn“ heiðraður í Hörpu

Ólafur Ragnar við upphaf málþingsins í Hörpu í dag.
Ólafur Ragnar við upphaf málþingsins í Hörpu í dag. mbl.is/Óttar Geirsson

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ráðherra menningar og viðskipta, setti málþingið Vegvísa til framtíðar með því að skipa öllu gestum að standa á fætur og syngja afmælissönginn fyrir Ólaf Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseta. Málþingið er haldið í tilefni 80 ára afmælis Ólafs.

Al Gore flutti kveðju.
Al Gore flutti kveðju. mbl.is/Óttar Geirsson

Gestir létu vel í sér heyra, enda hljómburður í Hörpu góður. Í salnum kennir ýmissa grasa þar sem biskupar, ráðherrar, sendiherrar og borgarstjóri voru mættir til að votta forsetanum fyrrverandi virðingu sína.

Sá hann fyrst sem Skattman

Katrín Jakobsdóttir steig því næst á svið og rifjaði upp sín fyrstu kynni af forsetanum. Þau voru í áramótaskaupinu 1989 en þá var Ólafur fjármálaráðherra málaður upp sem ofurhetjan Skattman. 

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í ræðustól í Hörpu.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í ræðustól í Hörpu. mbl.is/Óttar Geirsson

Katrín sagði Ólaf vera frumkvöðul á sviði stjórnmálafræði á Íslandi og að hann hefði einstakt lag á því að höfða til þjóðarinnar, þó fólk kunni að vera ósammála honum í ýmsum málum. Að þessu leyti ætti hann einstakt samband við íslenskan almenning. 

Minntist ferðalaga um heimskautin

Al Gore, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, sendi kveðju í formi myndbands þar sem ann minntist ferðalaga með Ólafi um heimskautin. Ásamt því að óska Ólafi til hamingju með afmælið sagði hann forsetann fyrrverandi vera leiðtoga og fyrirmynd.

Sólin skín á gesti alþjóðlega málþingsins.
Sólin skín á gesti alþjóðlega málþingsins. mbl.is/Baldur

Lisa Murkowsi öldungadeildarþingmaður Alaska sendi einnig myndbandskveðju og kallaði Ólaf „champion of the arctic“ sem mætti snara yfir á íslensku sem meistari norðurskautsins.

Dagskrá stendur til 16:45 og lýkur með ávarpi forseta Íslands.

mbl.is/Óttar Geirsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert