Stjórnendadagur borgarinnar kostaði 6 milljónir

717 manns var boðið á stjórnendafund Reykjavíkurborgar.
717 manns var boðið á stjórnendafund Reykjavíkurborgar. mbl.is/Ómar Óskarsson

Stjórnendadagur Reykjavíkurborgar kostaði tæpar 6 milljónir, samkvæmt svari Mannauðs- og starfsumhverfissviðs Reykjavíkurborgar, við fyrirspurn Sjálfstæðisflokksins um heildarkostnað og þátttöku við viðburðinn.

„Kostnaður við stjórnendadaginn var kr. 5.317.595 sem er m.a. fyrir leigu á sal í Hörpu, tækniaðstoð í Hörpu, veitingar í kaffihléi og greiðslur til þeirra utanaðkomandi aðila sem komu fram. Einnig var haldin móttaka í lok dagsins í boði borgarstjóra og kostaði hún kr. 535.600.“

717 manns boðið

Stjórnendadagurinn var haldinn í sjöunda sinn þann 19. apríl s.l. og er markmið hans að „tengja saman stjórnendur sem starfa hjá borginni á mjög fjölbreyttum starfsstöðum, styrkja og efla þekkingu stjórnenda svo og efla tengsl og samkennd innan hópsins“ samkvæmt svari Reykjavíkurborgar. 

Áherslur dagsins að sinni voru samspil, stefna og fjármál. Alls var boðið 717 einstaklingum, en 445 skráðu sig á daginn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka